Frelsi og ábyrgð
Samtökin Frelsi og ábyrgð berjast fyrir því að verja frelsi og sjálfstæði manna og standa vörð um samfélag þar sem sannleikur, gæska, ábyrgð, virðing, jöfnuður, verndun lífs og lífsferla eru höfð að leiðarljósi. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að leita sannleikans, efla óritskoðaða opna umræðu, halda ráðstefnur, styðja við þá sem eru í málaferlum og stuðla að málaferlum sem eru í samræmi við tilgang félagsins. Félagið mun standa fyrir fjáröflunum. Þegar við á mun félagið beita opinbera- og einkaaðila þrýstingi, krefjast svara og beina athyglinni á að þeir bera ábyrgð á gjörðum sínum.
Samtökin eru frjáls og óháð stjórmálaflokkum og öðrum hagsmunaaðilum.